Rennsli í Hvítá við Fremstaver á Kili er enn að aukast hægt og rólega en það var 590 m3/sek laust eftir kl. 16 í dag.
Við Auðsholt er Hvítá bakkafull og rúmlega það en vatn flæðir yfir mýrarnar þar. Lítilsháttar vatn flæðir yfir veginn að Auðsholti en hann er ennþá fólksbílafær.
Á mbl.is er haft eftir Írisi Brynju Georgsdóttur í Auðsholti 4 að klakastífla hafi myndast við Hvítárholt og von sé á hressilegu flóði þegar sú stífla brestur.