MS Selfossi hefur sótt um byggingarleyfi hjá Sveitarfélaginu Árborg fyrir 30 þúsund lítra tanki við mjólkurbúið og hefur beiðnin verið samþykkt.
„Þetta er tankur undir repjuolíu, sem við notum í smjörvaframleiðsluna. Tankurinn er um 30 þúsund lítrar og verður staðsettur norðan við mjólkurbúið,“ segir Guðmundur Geir Gunnarsson, mjólkurbússtjóri MS á Selfossi í samtali við Sunnlenska.