Þær voru sérkennilegar Hrunaréttir þetta árið en vegna samkomutakmarkanna var aðeins heimilt að 200 manns væru samankomin í réttunum.
Um 180 manns tóku þátt í réttarstörfunum en þrátt fyrir það gengu þau vel og lauk ekki síðar en í venjulegu ári.
Veðrið lék við alla þurrt veður og skýjað og 15 stiga hiti og sömuleiðis viðraði ágætlega á fjallmenn í vikunni og vel gekk að smala af fjalli en fjársafn Hrunamanna telur rúmlega 3.800 ær frá fjórtán bæjum.
Hjalti Snær Helgason frá Hrafnkelsstöðum tók drónamyndirnar sem fylgja fréttinni.

