Réttindalaus vörubílstjóri stöðvaður

Lögreglan að störfum. sunnlenska.is/Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir

Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði vörubílstjóra á Suðurlandsvegi í síðustu viku og reyndist hann vera með útrunnin ökuréttindi.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að bíllinn hafi verið kyrrsettur og bílstjóranum gert að útvega annan bílstjóra með gild réttindi.

Annar vörubílstjóri var stöðvaður á sama stað og reyndist hann vera án ökumannskorts og fær kæru fyrir það. Þá sætir rekstraraðili bílsins einnig kæru vegna brotsins.

Fyrri greinAf litlum neista…
Næsta greinBára Kristbjörg ráðin aðstoðarþjálfari