Umhverfisstofnun hefur tekið þá ákvörðun í kjölfar ástandsúttektar á svæðinu í Reykjadal að opna svæðið fyrir umferð á morgun, laugardaginn 12. maí kl. 10:00.
Landvarsla verður á svæðinu til að byrja með og mun landvörður hafa eftirlit með því að gestir svæðisins fari ekki út fyrir göngustíga þar sem svæðið er illa farið.
Umhverfisstofnun biður ferðaþjónustuaðila að miðla því til viðskiptavina sinna sem stefna á að fara í Reykjadal að þeir gangi einungis á merktum göngustígum á svæðinu.