Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu í Hveragerði var kallað út um klukkan hálf eitt í nótt eftir að eldur kom upp í spónaverksmiðju Fengs í Hveragerði.
Eldurinn reyndist lítilsháttar en töluverður reykur var í húsinu og þurfti að reykræsta það.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi þurfti einn starfsmaður að leita sér læknisaðstoðar vegna gruns um reykeitrun.
Upptök eldsins voru í spónahrúgu og er talið að gerjun hafi valdið hitanum í hrúgunni.