Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu á Selfossi var kallað að íþróttahúsinu Iðu laust fyrir klukkan fimm í dag eftir að brunavarnakerfi hússins fór í gang.
Reykkafarar fóru inn í húsið en talsverður reykur barst frá tölvustofu í vestari hluta hússins. Á þessari stundu er ekki ljóst hvort eldur hafi verið laus í húsinu en talsverður reykur stóð út um útihurðir og vinna slökkviliðsmenn nú að því að reykræsta húsið.
Þessi hluti hússins var mannlaus þegar reyksins varð vart og upptök hans eru ekki ljós.
UPPFÆRT KL. 19:18:
Smávægilegur eldur var í tölvuherberginu og voru upptök hans sennilega í kælikerfi við viftu á útvegg herbergisins.