Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu í Hveragerði var kallað út klukkan tuttugu mínútur yfir tólf í nótt til þess að reykræsta íbúðarhús við Hveramörk.
Þar hafði kviknað í potti á eldavél en búið var að slökkva eldinn þegar útkallið barst. Mikill reykur var hins vegar í húsinu.
Vísir hefur eftir varðstjóra hjá BÁ að þrír hafi verið innandyra og allir sloppið án meiðsla.