Reyktjón í bílskúrsbruna á Selfossi

Síðdegis í gær kom upp eldur í bílskúr á Selfossi. Húseiganda tókst að slökkva eldinn með handslökkvitæki.

Eldurinn kom upp í plasthjólbörum og er talið að hann hafi kviknað út frá vindlingi sem kastað hafi verið logandi í hjólbörurnar. Smávægilegt tjón varð vegna reyks.

Fyrri greinFimmvörðuháls: Margir göngumenn þurftu aðstoð
Næsta greinFimmvörðuháls: Búið að opna hjá Skógum