Reyna að viðhalda ferhyrndu fé

Nýlega var ferhyrndi hrúturinn Höfði frá Mörtungu á Síðu tekinn inn á Sauðfjársæðingastöð Suðurlands.

Með því er verið að reyna að koma til móts við þá sem vilja viðhalda ferhyrndu fé en það er orðið mjög sjaldgæft á landinu.

Því er ljóst að einhverjir muni grípa tækifærið og kaupa sæði úr Höfða í vetur en nánari upplýsingar um hrútinn verða í næstu hrútaskrá.

Fyrri greinArnar fer til Noregs
Næsta greinBekkurinn þétt setinn í FSu