Reyndi að blekkja lögreglu

Lögreglumenn höfðu afskipti af ökumanni á Selfossi í síðustu viku sem reyndist vera sviptur ökuréttindum.

Þegar lögregla stöðvaði manninn framvísaði hann ökuskírteini sem hann átti að afhenda þegar hann hafði verið sviptur á sínum tíma.

Maðurinn mun því fá kæru vegna aksturs sviptur ökurétti og fyrir skjalafölsun með því að framvísa ökuskírteini sem hann átti ekki að hafa undir höndum og með því reynt að blekkja lögreglu.

Fyrri greinKannabisræktun upprætt
Næsta greinFjarskiptakerfi sanna sig