Reyndi að flýja réttvísina

Ökumaður á þrítugsaldri reyndi að flýja undan lögreglunni á Selfossi í nótt, þegar það átti að stöðva hann á Eyrarbakkavegi.

Lögreglan mætti bílnum austan við Eyrarbakka og elti hann austur Gaulverjabæjarveg inn í þorpið á Stokkseyri þar ökumaðurinn stöðvaði bílinn að lokum. Hann ók á 90 km hraða í gegnum Stokkseyri þar sem leyfður hámarkshraði er 30 km/klst.

Eftirförin stóð yfir í nokkrar mínútur og á meðan á henni stóð ók flóttamaðurinn út af veginum og klessti á skilti. Ökuferðinni lauk fyrir utan heimili ökumannsins sem er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Hann fékk gistingu í fangageymslu lögreglunnar.

Fyrri greinSungið í fjörunni
Næsta greinLeiðsögn í listasafninu