Reyndi að komast framhjá lokunarpósti lögreglu

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í liðinni viku stöðvaði lögreglan á Suðurlandi þrjá ökumenn grunaða um að vera undir áhrifum ávana- og eða fíkniefna við akstur bifreiða sinna.

Einn þeirra er jafnframt grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis en hann reyndi að aka fram hjá umferðarpósti lögreglu á Austurvegi á Selfossi aðfaranótt sunnudags. Allir ökumenn sem fóru þar um á þessum tíma voru látnir blása í öndunarmæli.

Þrír aðrir eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku.

Fyrri greinBáran og Drífandi mótmæla uppsögnum ræstingafólks á HSU
Næsta grein43 kærðir fyrir hraðakstur