Vegurinn um Reynisfjall hefur verið opnaður en þar er enn talsverð ofankoma og þæfingur. Snjó hefur kyngt niður í Mýrdalnum í kvöld og stórir bílar áttu meðal annars í vandræðum á fjallinu og hindruðu umferð.
Það er víðast hvar greiðfært á Suðurlandi þótt sums staðar séu hálkublettir s.s. á Hellsiheiði, í Þrengslum, á Mosfellsheiði og víðar. Snjóþekja er austan Hvolsvallar og þæfingur frá Steinum að Vík.
Hálkublettir eða hálka er á köflum með suðausturströndinni. Skafrenningur er á Mýrdalssandi.
UPPFÆRT KL. 21:26