Reynisfjöru lokað: Sjór gengur langt inn á land

Mynd/Íris Guðnadóttir

Sjór flæddi yfir bílastæðið við Reynisfjöru í dag með tilheyrandi grjótburði, svo ferðamenn áttu fótum sínum fjör að launa. Reynisfjara verður lokuð til klukkan 11 í fyrramálið en stórstreymt er á morgun og há sjávarstaða yfir helgina.

Ekki er óalgengt að sjór flæði inn á bílaplanið en það hefur ekki gerst fyrr í vetur. Lögreglan á Suðurlandi biður fólk um að virða lokair og fara ekki lengra en að efra bílaplani, hvorki akandi né gangandi.

Slæm veðurskilyrði og stórstreymi munu valda því að sjór gengur langt inn á land með tilheyrandi hættu fyrir fólk.

Hér fyrir neðan er myndband sem Íris Guðnadóttir birti í Facebookhópnum Bakland ferðaþjónustunnar.

Fyrri greinSóttu ekki gull í greipar Suðurnesjamanna