Aðalfundur Björgunarsveitarinnar Bjargar Eyrarbakka var haldinn síðastliðinn laugardag. Á fundinum bar hæst að eftir 22 ára setu í formannsstól ákvað Guðjón Guðmundsson að hætta sem formaður og Hlöðver Þorsteinsson að hætta sem varaformaður eftir 8 ára setu sem slíkur.
Nýja stórn sveitarinnar skipa Víglundur Guðmundsson formaður, Jóhann Jónsson varaformaður, Helga Kristín Böðvarsdóttir ritari, Hafdís Óladóttir gjaldkeri og Gunnar Ingi Friðriksson meðstjórnandi.
Þeir Guðjón og Hlöðver fengu afhent blóm í þakklætisskyni fyrir sitt mikla framlag til starfa fyrir sveitina.
Mikið starf er í þessari 85 ára, gamalgrónu sveit um þessar mundir og margt að gerast. Verið er að velta fyrir sér endurnýjun tækja, viðbyggingu við húsnæði sveitarinnar og hafin er bygging á þjónustuhúsi á taldsvæðinu sem björgunarsveitin rekur.