Ríkisstjórnin sendir þakkir

Ríkisstjórn Íslands sendir Vegagerðinni, Almannavörnum ríkisins, lögreglunni, björgunarsveitum, vísindamönnum, sveitarstjórnum í V-Skaftafellssýslu og öllum þeim sem komu að aðgerðum vegna hlaupsins í Múlakvísl, kærar þakkir.

Í fréttatilkynningu úr forsætisráðuneytinu er þakkað fyrir skjótar og markvissar aðgerðir til að tryggja öryggi vegfarenda og koma á vegsambandi yfir fljótið á ný.

„Með faglegum og fumlausum vinnubrögðum tókst að lágmarka það tjón og óþægindi sem óhjákvæmilega hefði hlotist af langvarandi rofi á Hringveginum á þessum háannatíma ferðaþjónustunnar í landinu,“ segir í tilkynningunni.

Fyrri greinHamarsmenn styrkja sig
Næsta greinÖruggt hjá KFR