Á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun var ákveðið að veita styrk til gerðar afsteypu af styttunni Afrekshugur eftir Nínu Sæmundsson.
Það er áhugamannafélagið Afrekshugur heim sem fær 4 milljóna króna styrkur til gerðar afsteypu af styttunni Afrekshugur eftir Nínu Sæmundsson.
Ætlunin er að finna höggmyndinni stað á Hvolsvelli en Nína fæddist í Nikulásarhúsum í Fljótshlíð árið 1892.
Frumgerð verksins Afrekshugur stendur yfir anddyri Waldorf Astoria hótelsins í New York. Með verkinu bar Nína sigur úr býtum í hugmyndasamkeppni árið 1931.