Það buldi hressilega í húsþökum og gluggum á Selfossi um klukkan hálf tvö í dag þegar veglegt haglél féll af himnum ofan.
Stærstu höglin voru hátt í 12-15 mm að þvermáli. Lætin tóku ekki langan tíma því höglin stóru voru undanfari snjókomu, en élið gekk fljótt yfir.
Viðmælendur sunnlenska.is á Selfossi muna ekki eftir því að hafa séð svona stór högl áður.
Veðurstofan reiknar með slæmu skyggni í éljum og skafrenningi suðvestanlands í dag.