Risastór afmælisveisla

Fjöldi gesta fagnaði 75 ára afmæli Ungmennafélags Selfoss á íþróttasvæði félagsins í dag.

Ungmennafélagið var stofnað þann 1. júní 1936 og er óhætt að segja að starfsemi þess og saga sé samtvinnuð sögu bæjarfélagsins.

Hátíðarsamkoma í tilefni afmælisins var í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands í gærkvöldi þar sem mættu um 200 boðsgestir. Í dag var svo komið að yngri félagsmönnum og skemmtu þeir sér konunglega, ekki síst við að reyna fyrir sér á nýjum og glæsilegum frjálsíþróttavelli félagsins.

Gestirnir hámuðu svo í sig pylsur og annað góðgæti í boði félagsins og styrktaraðila þess.

Fyrri greinEngar rannsóknir fyrr en eftir rammaáætlun
Næsta greinFyrstu stig Árborgar