Risavinningur í Hveragerði

Tveir voru með fyrsta vinning í Lottóútdrætti kvöldsins og var annar vinningsmiðinn seldur í Shellskálanum við Austurmörk í Hveragerði.

Miðahafinn heppni hlýtur tæplega 17,5 milljónir króna í vinning.

Lottótölur kvöldsins voru 4-6-10-26-35 og bónustalan var 21.

Þetta er í annað skiptið sem stór lottóvinningsmiði er seldur í Shellskálanum en í október fékk heppinn miðahafi þar tæpar tvær milljónir króna í Víkingalottóinu.

Fyrri greinEngin atkvæði til Þórsara
Næsta greinFyrstu tölur: Flokkur fólksins með þrjá þingmenn