Dagana 26. – 28. ágúst fer fram hin árvissa Kjötsúpuhátíðin á Hvolsvelli. Hátíðin hefur verið haldin til fjölda ára og hefur sjaldan verið glæsilegri.
Í tilkynningu frá hátíðarhöldurum segir að mörg áhugaverð, svo ekki sé kveðið fastar að orði, dagskráratriði séu fyrirhuguð. Með þeim áhugaverðari er rjómatertukast á milli fulltrúa allra flokka sem bjóða fram í alþingiskosninunum í ár. Meðal keppanda eru Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra og alþingismennirnir Silja Dögg Gunnarsdóttir og Páll Valur Björnsson.
Dagskráin Kjötsúpuhátíðarinnar hefst í rauninni á föstudagskvöldinu þegar íbúar Rangárþings eystra og þeirra gestir rölta á milli húsa og þiggja súpu hjá sveitungum sínum.
Á laugardeginum verður einnig keppt í VatnKnattleik sem er óhefðbundinn fótbolti með skrítnum reglum þar sem markverðirnir verða með vatnsslöngur frá Brunavörnum Rangárvallasýslu til að verja boltann. Fyrirtækin Southcoast Adventure & Midgard Adventure munu etja kappi. Þetta verður blautt og vel skemmtilegt. Í lok kvölds verður Vallarsöngur þar sem þeir Halldór Hrannar Hafsteinsson, Árni Þór Guðjónsson og Helgi Hermannsson stýra fjöldasöng. Fjörinu lýkur svo með sveitaballi með hljómsveitinni Albatross.
Kynnir hátíðarinnar er Bjarni töframaður.
13:00 Setning – Ísólfur Gylfi sveitarstjóri setur hátíðina
13:10 Leikhópurinn Lotta
13:40 Sveitarlistamaður Rangárþings eystra valin
13:45 Írena Víglundsdóttir flytur nokkur lög
14:00 Bjarni töframaður fær alla til að gleðjast.
14:20 Umhverfisverðlaun Rangárþings eystra afhent
14:30 Rjómatertukast – Fulltrúar stjórnmálaflokka keppa.
15:00 Súpa í boði SS
15:30 Upplestur á textum eftir sveitung
15:40 Barnakór Hvolsskóla undir stjórn Ingibjargar Erlingsd.
16:00 VatnKnattleikur – Midgard & South Coast – Í boði N1
16:20 Sigurvegarar í skreytingakeppni tilkynntir
16:30 Polla Pönk á Krakka- & fjölskyldufjöri hátíðarsviði
21:00 Brenna og Vallarsöngur. Flugeldasýning í boði Dagrenningar
23: 30 Ball með Albatross
Sunnudagur 28. ágúst
10:30 Söguganga um Hvolsvöll. Brottför frá íþróttahúsinu