Björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatni var síðdegis í dag kölluð út til aðstoðar rjúpnaskyttu sem hafði örmagnast og ofkælst á Miðdalsfjalli norðan Laugarvatns.
Þegar hjálp barst var maðurinn bæði illa áttaður og með skerta meðvitund.
Vel gekk að flytja veiðimanninn niður af fjallinu þar sem farið var með hann í hús, hlúð að honum og hann færður í þurr og hlý flöt meðan beðið var sjúkrabíls sem flutti hann til aðhlynningar á sjúkrahús í Reykjavík.