Það var röð út úr dyrum í Fiskbúð Suðurlands nú síðdegis og greinilegt að skatan mun renna niður í maga Sunnlendinga í tonnavís á morgun.
Í Fiskbúð Suðurlands eru verkuð rúmlega fjögur tonn af skötu fyrir þessa Þorláksmessu og segir Guðmundur Hansson, fisksali, að skatan njóti sífellt meiri vinsælda.
„Ég er mjög ánægður með skötuvertíðina þessa dagana. Miðað við hvað salan hefur verið góð síðustu tvo daga þá er ég alveg hissa hvað er mikið að gera í dag,“ sagði Guðmundur í samtali við sunnlenska.is.