Veiga Grétars rær nú rangsælis hringinn í kringum landið til styrktar Píeta samtökunum og kallar hún verkefnið „Á móti straumnum“.
Róðurinn hóst þann 14. maí á Ísafirði og hefur gengið vel en á miðvikudag, þann 12. júní, bjóða Kayakferðir á Stokkseyri upp á að fólki rói með Veigu milli Eyrarbakka og Stokkseyrar á miðvikudagskvöld.
Leiðin er 8 km löng og ferðin kostar 12 þúsund krónur á mann. Allur ágóði rennur beint til Píeta samtakanna sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur.
Áætluð brottför frá Eyrarbakka er kl. 18:00 á miðvikudag og þarna gefst frábært tækifæri til þess að sigla á kayak, njóta náttúrunnar og styrkja um leið gott málefni. Skráning er á kayakferdir@gmail.com.
Í heildina mun Veiga róa um það bil 2.000 km í kringum landið og gerir hún ráð fyrir að róðurinn muni taka sex til tíu vikur. Hægt er að fylgjast með verkefninu á veiga.is.