Á morgun föstudaginn 11. nóvember er spáð talsverðri eða mikilli rigningu á öllu sunnan og vestanverðu landinu. Því er spáð að aukið afrennsli valdi vatnavöxtum í ám og lækjum á svæðinu sérstaklega á suðausturlandi.
Vinsamleg tilmæli til fólks eru því að sýna aukna varkárni við vatnsföll og aðgát við vöð.
Spáð er mjög snörpum vindhviðum við fjöll sunnan- og vestanlands á morgun, allt að 35 m/s undir Eyjafjöllum, á Kjalarnesi, við Hafnarfjall og á norðanverðu Snæfellsnesi. Einnig er spáð vatnsveðri sunnan- og vestanlands.
Hvessir í nótt og suðaustan 18-25 og rigning á morgun, hvassast SV-til og talsverð eða mikil S- og V-lands. Snýst í vestan 8-15 V-til síðdegis og dregur úr rigningu. Hægt hlýnandi veður og hiti 6 til 13 stig á morgun, hlýjast á NV-landi.