Röktu spor piltanna í snjónum

Lögreglunni barst í nótt tilkynning um að eldur hefði komið upp í ruslageymslu leikskólans á Stokkseyri. Á vettvangi fundu lögreglumenn fótspor sem lágu frá geymslunni í nýföllnum snjónum.

Lögreglan rakti slóðina að heimahúsi þar sem fyrir voru tveir 14 ára piltar sem höfðu verið að leika sér með flugelda.

Piltarnir höfðu fleygt flugeldunum í ruslageymsluna en áttuðu sig ekki á því að eldur hafði komið upp í kjölfarið. Tvær rúður brotnuðu vegna hitans en skemmdir eru að öðru leyti ekki mjög miklar.

Málið telst upplýst.

Fyrri greinHætta á frekara hruni í Steinahelli
Næsta greinSlasaður ferðamaður í Reykjadal