Róleg nótt hjá löggunni

Þrír voru teknir í umdæmi Selfosslögreglunnar í nótt undir áhrifum fíkniefna og einn var staðinn að ölvunarakstri.

Annars var nóttin róleg í umdæmi Selfosslögreglunnar. Mikill mannfjöldi er samankominn á Selfossi auk þess sem þúsundir gesta dvelja annarsstaðar í Árnessýslu, meðal annars á Flúðum þar sem nokkur þúsund manns eru á svæðinu.

Gærdagurinn var annasamur hjá lögreglunni á Hvolsvelli sem viðhafði eftirlit við Landeyjahöfn. Nokkrir voru teknir með litla fíkniefnaskammta og margir þeirra sem voru seinir fyrir kitluðu pinnann talsvert yfir leyfileg hraðatakmörk. Sá sem hraðast ók var á 150 km/klst hraða og var hann sviptur ökuleyfi á staðnum auk þess sem hann á von á drjúgri sekt og punktum.

Fyrri greinTónleikar og fræðsluerindi á Sólheimum
Næsta greinBarn rotaðist og brettakappi braut tennur