Einn gisti fangageymslur hjá lögreglunni á Selfossi í nótt vegna ölvunar og smávægilegar ryskingar voru á balli á 800 bar.
Annars var nóttin róleg hjá Selfosslögreglunni. Einum ökumanni var gert að hætta akstri þar sem aðeins munaði nokkrum kommum á að hann væri yfir leyfilegum áfengismörkum. Maðurinn sleppur við sekt eða sviptingu.