Síðasta vika var róleg hjá lögreglunni á Hvolsvelli. Alls voru 25 ökumenn stöðvaðir fyrir að aka of hratt og sá sem hraðast fór var á 132 km/klst.
Allir þessir ökumenn fengu viðeigandi sekt.
Lögreglan minnir fólk á að fara varlega í umferðinni, virða hraðatakmörk og ganga varlega um gleðinnar dyr.