Rósa Matthíasdóttir, ferðaþjónustubóndi í Hraunmörk, mun leiða T-listann í Flóahreppi í komandi sveitarstjórnarkosningum þann 26. mars.
T-listinn fékk rúmlega 33,5% atkvæða í síðustu sveitarstjórnarkosningum og tvo hreppsnefndarfulltrúa af fimm kjörna. Svanhvít Hermannsdóttir á Lambastöðum leiddi listann árið 2014 en hún skipar nú heiðurssæti listans.
Í öðru sæti á listanum er Sigurður Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri og þriðja sætið skipar Lilja Ómarsdóttir, byggingafræðingur.
Í fréttatilkynningu frá framboðinu segir að listann skipi fjölbreyttur hópur sem hefur víðtæka reynslu sem mun nýtast vel í málefnavinnu sem er nú þegar hafin. Afrakstur þeirrar vinnu mun líta dagsins ljós þegar nær dregur kosningum.
1. Rósa Matthíasdóttir, ferðaþjónustubóndi, Hraunmörk.
2. Sigurður Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri, Hamarskoti.
3. Lilja Ómarsdóttir, byggingafræðingur, Brandshúsum.
4. Heimir Rafn Bjarkason, verkefnastjóri, Árprýði.
5. Axel Páll Einarsson, bóndi, Syðri Gróf.
6. Alma Anna Oddsdóttir, sjúkraþjálfari, Hraunholti.
7. Anný Ingimarsdóttir, félagsráðgjafi, Vorsabæjarhjáleigu.
8. Sveinn Orri Einarsson, nemi, Egilsstaðakoti.
9. Albert Sigurjónsson, húsasmiðameistari, Sandbakka.
10. Svanhvít Hermannsdóttir, ferðaþjónustubóndi, Lambastöðum.