Appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðurlandi frá klukkan 14 í dag og fram að miðnætti og aftur á morgun fimmtudag frá kl. 6 til 15.
Raskanir á samgöngum eru líklegar og ekkert ferðaveður. Af þeim sökum mun skólahald raskast víða á Suðurlandi.
Hrunamannahreppur
Öll kennsla í Flúðaskóla mun falla niður eftir hádegi í dag, miðvikudag. Skólabílar munu aka börnum heim kl. 12. Skólavistun fellur einnig niður í dag.
Leikskólinn Undraland verður ekki lokaður en leikskólastjóri bendir foreldrum á slæma veðurspá og að skynsamlegt gæti verið að sækja börnin fyrr í dag og þá sérstaklega þau sem eiga lengri leið heim
Móttökustöðin Flatholti verður lokuð í dag vegna veðurs.
Sundlaugin Flúðum og íþróttahús og tækjasalur loka í dag frá kl. 12:00. Engin morgunopnun verður heldur í sundlauginni á morgun vegna veðurs.
Bókasafnið á Flúðum verður einnig lokað í dag vegna veðurs.
Fyrir fimmtudaginn eru allir íbúar eru hvattir til að fylgjast með tilkynningum frá sveitarfélaginu sem og veðurspám.
Bláskógabyggð
Skólahald í leik- og grunnskólum Bláskógabyggðar verður fellt niður frá kl. 12 í dag og skólabílar halda þá heim.
Veðurspá fyrir fimmtudaginn er einnig afar slæm og eru foreldrar hvattir til að fylgjast með tilkynningum frá skólunum.
Grímsnes- og Grafningshreppur
Skólahald í leik- og grunnskólum Grímsnes- og Grafningshrepps verður fellt niður frá kl. 11:45 og skólabílar halda þá heim.
Skrifstofa Grímsnes- og Grafningshrepps verður lokuð frá hádegi á miðvikudag.
Veðurspá fyrir fimmtudaginn er einnig afar slæm og eru foreldrar hvattir til að fylgjast með tilkynningum frá skólunum.
Árborg
Vegna veðurs mun Árborgarstrætó ekki keyra út fyrir Selfoss eftir kl. 16:00 í dag. Strætó mun keyra eftir áætlun innanbæjar það sem eftir er dagsins.
Á morgun, fimmtudag, mun Árborgarstrætó ekki ganga út fyrir Selfoss í morgunsárið. Nánar um ferðir Árborgarstrætó verða uppfærðar á morgun, fimmtudag.
Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri sendir börnin heim fyrr í dag. Skólabíllinn fer frá Eyrarbakka kl. 12:20 og Stokkseyri kl. 12:30. Foreldrar eru hvattir til að sækja börn sín ef þeir hafa tök á því. Börn í frístund verða í gæslu til kl. 13:10. Óvíst er hvort skólabíll keyri á morgun og foreldrar eru beðnir um að fylgjast með tilkynningum frá skólanum.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð frá kl. 12 í dag. Tölvupóstum og símtölum verður svarað eftir því sem aðstæður leyfa. Einnig verður gámasvæði sveitarfélagsins lokað í dag af sömu orsökum.
Rangárþing eystra
Skólabílstjórar keyra börnin heim kl 12:30 í dag.
Rangárþing ytra
Móttökustöðin á Strönd verður lokuð í dag.
Laugalandsskóla lýkur í dag klukkan 13:00 og þá keyra skólabílar heim.
Fréttin verður uppfærð