Rotaðist á brúarstöpli

Aðfaranótt sunnudags rotaðist maður þegar hann skall utan í brúarstöpul Ölfusárbrúar. Maðurinn hafði verið á hlaupum við Pylsuvagninn er hann hnaut um stein og missti jafnvægið með fyrrgreindum afleiðingum.

Lögregla og sjúkralið fóru á staðinn en lögreglan þurfti svo frá að hverfa vegna verkefnis sem kom upp á Flúðum og metið var áríðandi.

Þá rotaðist kona sem féll af reiðhjóli á Laugarvatnsvegi um klukkan tvö síðastliðinn laugardag. Konan var meðal keppenda í Gullhringnum, sem hjólaður var á laugardag. Hún var flutt á með sjúkrabifreið á heilsugæslustöð til skoðunar og samkvæmt upplýsingum lögreglu liggur ekki annað fyrir en að konan hafi rotast við fallið.

Fyrri greinRéðist á dyravörð og hótaði lögreglu
Næsta greinLeitað að ökumanni eftir ákeyrslu