Rótarskotum komið í mold

Ljósmynd/Tintron

Um síðustu helgi plöntuðu björgunarsveitirnar í Árnessýslu þrjú þúsund trjáplöntum í reit sem Björgunarsveitin Tintron hefur til umráða í nýjum yndisskógi fyrir ofan Borg í Grímsnesi.

Þessi fjöldi trjáa er helmingur þeirra rótarskota sem seld voru á landsvísu síðustu áramót en þau munu dreifast á milli svæða næstu árin þar sem tvö svæði fá helming seldra rótarskota ár hvert til gróðursetningar. Rótarskotin eru samvinnuverkefni Skógræktarfélags Íslands og Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Tæplega fjörutíu manns allt frá tveggja ára aldri mættu og gróðursettu saman í tæpa tvo tíma og eftir vel heppnaða gróðursetningu var haldið í húsnæði Tintron á Borg og grillaðar pylsur í mannskapinn.

Fyrri grein„Þetta eru jólin fyrir okkur“
Næsta grein„Krossleggjum fingur og vonum að spennan á byggingarmarkaði minnki“