Kona í Hveragerði var bitin illa í handlegginn af rottweiler hundi sl. föstudag.
Konan var flutt á heilsugæslustöðina á Selfossi þar sem sauma þurfti nokkur spor í handlegginn á henni.
Konan átti erindi í hús í bænum, en til þess að komast inn, varð hún að ganga fram hjá hundinum sem þar var bundinn. Þá réðst hann á konuna.
Málið er í rannsókn lögreglu en hundurinn er í vörslu hundafangara. Venjan er sú að hundar sem bíta fólk séu aflífaðir.