Ruddi leið fyrir sjúkrabílinn

Ljósmynd/Tintron

Í gærmorgun barst Hjálparsveitinni Tintron í Grímsnesi útkall vegna veikinda einstaklings í sumarbústað en ófært var fyrir sjúkrabíl að húsinu.

Félagi í Tintron sem býr í grennd við bústaðinn hélt á staðinn á snjómoksturtæki og ruddi leið inn að húsinu fyrir sjúkrabílinn þar sem það var talið fljótlegra aðferð en að sækja björgunarsveitabíl og ferja sjúkraflutningafólk á staðinn.

Það reyndist rétt ákvörðun þar sem moksturstækið var mætt á staðinn áður en sjúkrabíllinn kom og því hægt að hefjast handa við að huga að sjúklingnum um leið og sjúkrabíllinn mætti á vettvang.

Fyrri greinVarhugaverðar aðstæður í Reynisfjöru
Næsta greinNær allir vegir í Árnessýslu á óvissustigi