Síðdegis á laugardag barst lögreglunni á Höfn tilkynning um eld í rusli í Nesjahverfi. Í ljós kom að í skurði logaði eldur í rúlluplasti.
Grunur er um að í þessu tilviki hafi verið brotin lög um meðhöndlun úrgangs og er málið í rannsókn hjá lögreglunni á Suðurlandi.