Rúm 56% fylgjandi nafnabreytingu

Í marsmánuði kannaði sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hug íbúanna til þess að breyta nafni sveitarfélagsins.

Sent var bréf til allra íbúa 18 ára og eldri, alls 416 bréf og til baka skiluðu sér 198 svarbréf, eða 48%.

Af þeim sem svöruðu reyndust 111 hlynntir breytingu nafnsins, eða 56,1%. 77 vildu ekki breyta nafninu, eða 39,0%. Níu seðlar voru auðir eða ógildir.

Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum í gær að fela sveitarstjóra og oddvita að leggja fram tillögu um framgang könnunar um nafnabreytingu fyrir næsta sveitarstjórnarfund.

Fyrri greinMílan og Selfoss luku deildinni með stórsigrum
Næsta greinHættulega stutt upp í háspennulínur