Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafa úthlutað verkefnastyrkjum í fyrri úthlutun ársins úr Uppbyggingarsjóð Suðurlands. Styrkirnir nema samtals 40,5 milljónum króna.
Alls bárust 134 umsóknir, 45 í flokki atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna og 89 í flokki menningarverkefna. Alls var úthlutað 18,3 milljónum króna til sextán verkefna í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar og 22,2 milljónum króna til 50 verkefna í flokki menningar.
Hæstu styrkina í flokki menningarverkefna hlutu að þessu sinni Sinfóníuhljómsveit Suðurlands fyrir verkefnið Skólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands 2024 og Sumartónleikar í Skálholtskirkju fyrir verkefnið Sumartónleikar í Skálholti 2024. Hvort verkefnið um sig fékk 1 milljón króna styrk.
Í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar hlaut Steinsholt ehf 2,5 milljón króna styrk fyrir verkefnið Áburðarefni sem miðja hringrásarhagkerfis á Suðurlandi og Dagný Hauksdóttir hlaut 2 milljón króna styrk fyrir verkefnið Undirbúningur markvissrar nýtingar ölduorku við Suðurland.
Lista yfir öll verkefni sem hlutu styrk má sjá hér.