Rúmum 40 milljónum króna úthlutað úr uppbyggingarsjóðnum

Sinfóníuhljómsveit Suðurlands á æfingu. Ljósmynd/Aðsend

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafa úthlutað verkefnastyrkjum í fyrri úthlutun ársins úr Uppbyggingarsjóð Suðurlands. Styrkirnir nema samtals 40,5 milljónum króna.

Alls bárust 134 umsóknir, 45 í flokki atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna og 89 í flokki menningarverkefna. Alls var úthlutað 18,3 milljónum króna til sextán verkefna í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar og 22,2 milljónum króna til 50 verkefna í flokki menningar.

Hæstu styrkina í flokki menningarverkefna hlutu að þessu sinni Sinfóníuhljómsveit Suðurlands fyrir verkefnið Skólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands 2024 og Sumartónleikar í Skálholtskirkju fyrir verkefnið Sumartónleikar í Skálholti 2024. Hvort verkefnið um sig fékk 1 milljón króna styrk.

Í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar hlaut Steinsholt ehf 2,5 milljón króna styrk fyrir verkefnið Áburðarefni sem miðja hringrásarhagkerfis á Suðurlandi og Dagný Hauksdóttir hlaut 2 milljón króna styrk fyrir verkefnið Undirbúningur markvissrar nýtingar ölduorku við Suðurland. 

Lista yfir öll verkefni sem hlutu styrk má sjá hér.

Fyrri greinSr. Óskar skipaður prófastur
Næsta greinKjúklingasláturhús sektað og kúabú svipt mjólkursöluleyfi