Útkall barst til Brunavarna Árnessýslu um klukkan hálf eitt í dag vegna gróðurelds í Tjarnabyggð í Sandvíkurhreppi.
Slökkviliðsmenn frá Selfosseiningu Brunavarna Árnessýslu brugðust við útkallinu og réðu þeir niðurlögum eldsins. Nokkur útbreiðsluhætta var á svæðinu en lítill vindur auðveldaði slökkviliðsmönnum þó störfin á vettvangi með tilliti til útbreiðslu.
Þarna höfðu aðilar verði að brenna rusli með þeim afleiðingum að eldur læsti sér í gróður.
Í tilkynningu frá BÁ segir að ruslabrennur séu með öllu óheimilar samkvæmt íslenskum lögum. Rusli ber að farga á viðeigandi sorpmóttökustöðvum.
