Rúta fór útaf á Hellisheiði

Frá vettvangi óhappsins í á Hellisheiði. Mynd/Tanya

Rúta með 28 manns innanborðs fór útaf Suðurlandsvegi á Hellisheiði um miðjan dag í dag. Enginn slasaðist og farþegum rútunnar hefur verið komið í skjól.

Vegna rauðrar veðurviðvörunar sem er í gildi í kvöld og á morgun hefur aðgerðarstjórn á Suðurlandi hefur virkjuð í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi. Meðal þeirra sem þar sitja eru Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Að sögn Garðars var fátt um útköll björgunarsveita framan af degi, að frátöldu óhappinu á Hellisheiði. Þó þurfti björgunarsveitarfólk á Selfossi að hemja eitt trampólín nú síðdegis.

Aðgerðum á Suðurlandi er stýrt úr Björgunarmiðstöðinni á Selfossi og verður vakt þar þangað til veðrið er gengið niður.

Fyrri greinForeldrafélag leikskólanna styður kjarabaráttu kennara
Næsta greinRafmagnslaust í Landbroti