Rúta fór útaf Laugarvatnsvegi

Talsverðar tafir urðu á umferð um Laugarvatnsveg eftir óhappið. sunnlenska.is/Björgvin Magnússon

Stór rúta fór útaf Laugarvatnsvegi við Efsta-Dal eftir hádegi í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Árnessýslu sluppu farþegar rútunnar án meðsla en bílstjórinn var fluttur til læknisskoðunar.

Vegurinn var lokaður á meðan rútunni var komið aftur upp á veg, að sögn Lárusar Kristins Guðmundssonar, setts varaslökkviliðsstjóra fór rútan ekki langt útaf veginum en vegkanturinn var brattur og því þurfti að notast við krana til þess að koma rútunni aftur upp á veginn.

Farþegarnir úr rútunni voru fluttir að Efsta-Dal eftir óhappið og kenndi sér enginn meins.

Fyrri greinFrábært að geta haldið þetta mót á Selfossi
Næsta greinSelfoss endurheimti toppsætið