Rúta fór útaf við Pétursey

Rúta með 48 manns innanborðs fór út af þjóðvegi 1 við Pétursey um klukkan 9 í morgun og var Björgunarsveitin Víkverji í Vík kölluð út vegna þess.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg valt rútan ekk og enginn slasaðist.

Þegar búið var að bjarga fólkinu úr rútunni var tekin ákvörðun um að loka Suðurlandsvegi milli Markarfljóts og Víkur og er hann enn lokaður.

Björgunarsveitarmenn þurftu að aðstoða fleiri ökumenn á þessum slóðum í morgun.

Gul viðvörun er í gildi á Suðurlandi til miðnættis í kvöld og er gert ráð fyrir að mesta rokið verði syðst á landinu og búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll. 

Fyrri greinDaði og Gagnamagnið sigruðu í Söngvakeppninni
Næsta greinHörkuleikur gegn toppliðinu