Rúta sem var á austurleið rann yfir á rangan vegarhelming og út fyrir veg við Þjórsárbrú um hádegisbil í dag.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi urðu engin slys á fólki og önnur rúta var kölluð til og ferjaði hún farþegana áfram.
Slabb og hálka var á slysstaðnum og gengur á með hvössum hryðjum.