Rúta valt í Múlakvísl

Rútan, sem notuð hefur verið til að flytja fólk yfir Múlakvísl, valt um 30 metra frá austurbakka árinnar fyrir stundu.

Rútan festist í ánni og sat þar þangað til straumurinn velti henni á hliðina. 20-30 manns voru í rútunni þegar þetta gerðist og fór það upp á þak hennar.

Samkvæmt sjónarvotti þá standa farþegar ofan á rútunni og bíða þess að verða bjargað. Það verður gert með því að aka vörubíl að rútunni og flytja fólkið í land.

mulakvisl_120711shj2_839563807.jpg

mulakvisl_120711shj3_649769479.jpg

Fyrri greinBrúarsmíði gengur vel
Næsta greinLögreglan lokar yfir Múlakvísl