Rúta valt í þjóðgarðinum á Þingvöllum

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lítil rúta með sautján erlendum ferðamönnum innanborðs valt á Þingvallavegi, skammt frá Hrafnagjá, um klukkan hálf tólf í kvöld.

Fjölmennt lið viðbragðsaðila, sjúkrabílar frá Selfossi og Reykjavík, fóru á vettvang en ekki er talið að meiðsli fólksins séu alvarleg. 

Slökkviliðsmenn frá Selfossi og Laugarvatni voru einnig kallaðir á staðinn til þess að aðstoða við að koma fólkinu út úr rútunni.

Ríkisútvarpið greinir frá því að fólkið hafi verið flutt í þjónustumiðstöðina á Þingvöllum þar sem það fékk húsaskjól og aðhlynningu.

Fyrri greinTíu HSK met á síðustu mótum ársins
Næsta greinHafsteinn íþróttamaður Hveragerðisbæjar 2019