Vel gengur að ná rútunni upp úr Blautulónum að sögn varðstjóra lögreglunnar á Hvolsvelli, en unnið hefur verið að því að koma rútunni á þurrt land frá því í gærkvöldi.
Lögreglumaður á Hvolsvelli taldi að í dag hefði verið unnið í um þrjá klukkutíma, en nú er framendi rútunnar kominn upp úr lóninu og rúmlega það. Í gær voru loftpúðar notaðir til að reyna að hjálpa rútunni upp, en nú er einnig notast við skurðgröfu.
Stuðari rútunnar brotnaði við átakið fyrir stuttu og varð af því einhver töf, en varðstjóri lögreglunnar átti von á að hægt væri að halda áfram innan skamms. Hann virtist bjartsýnn á að ekki myndi líða á löngu áður en rútan yrði veidd upp úr lóninu að fullu.
Vísir greindi frá