Hellisheiði hefur verið lokað á meðan viðbragðsaðilar athafna sig á vettvangi slyss þar sem tvær rútur fuku útaf veginum í Hveradölum fyrir neðan Skíðaskálann.
Hjáleið er opin um Þrengsli.
Ekki er talið að neinn sé alvarlega slasaður en sjúkrabílar voru sendir á staðinn frá Selfossi og Reykjavík.
UPPFÆRT 10:06: Búið er að flytja fólkið úr rútunum í Hellisheiðarvirkjun þar sem ástand þess verður metið. Um var að ræða tvo bíla með samtals um 40 farþegum og fór minni bíllinn á hliðina. Enginn er talinn alvarlega slasaður. Hellisheiði er ennþá lokuð.
UPPFÆRT 13:00: Búið er að opna veginn yfir Hellisheiði.