Sæbýli ehf á Eyrarbakka fær 25% afturvirkan afslátt af heitu vatni fyrir árið 2012. Bæjarráð Árborgar samþykkti þetta í morgun.
Í samþykkt bæjarráðs er vísað til reglna um styrki til nýsköpunar- og sprotafyrirtækja vegna orkunotkunar. Sæbýli fær því 25% afslátt af gjaldi fyrir heitavatnsnotkun tímabilið janúar til desember 2012.
Sæbýli er meðal annars að þróa eldi og vinnslu á japönskum sæeyrum í lokuðu SustainCycle kerfi.