Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar af Suður- og Norðurlandi hafa verið ræstar út til að sækja örmagna ferðamann í Þjófadali vestan við Hveravelli.
Óskað var eftir aðstoð vegna mannsins eldsnemma í morgun. Þar sem færð og aðstæður á hálendinu eru með erfiðara móti var ákveðið að sækja að staðnum frá tveimur áttum.
Björgunarsveitir eru komnar áleiðis en reikna má að tíma taki að komast á staðinn og flytja manninn til byggða.
UPPFÆRT 12:37:
Verið er að flytja manninn sem örmagna var í Þjófadölum á sjúkrahús. Færð á staðinn var afar erfið og festust tæki björgunarsveita ítrekað á leiðinni. Eftir að björgunarmenn komu að manninum og ástand hans var metið þótti engin skynsemi í því að flytja manninn landleiðina. Var því þyrla LHG fengin til að sækja hann. Lenti hún um tólfleytið og er nú á leið á Landspítala. Aðgerðin gekk en afar hægt þó vegna erfiðrar færðar eins og fyrra sagði.